Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni í T-47 á Tiger Inv.

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota tóku þátt í Tiger Invitational mótinu, sem hófst í fyrradag 5. mars og lauk í gær 6. mars 2017.

Spilað var á Grand National Lake golfvellinum í Opelika í Alabama.

Þátttakendur voru 100 frá 19 háskólum.

Rúnar lék samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (79 68 75) og lauk keppni T-47 sem var bæting og upp um 40 sæti frá 1. hring!!!

Lið Minnesota varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Tiger Inv. með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Rúnars og Minnesota er Valspar Collegiate mótið, sem fram fer í Flórída dagana 19.-21. mars 2017 nk.