Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni í Kaliforníu

Rúnar Arnórsson, afrekskylfingur úr GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota tóku þátt í Alistir MacKenzie Invitational, sem fram fór í Meadow Club, í Fairfax, Kaliforníu, dagana 9.-10. október 2017.

Þetta var stórt mót 88 keppendum frá 16 háskólum.

Rúnar lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (74 73 71) og lauk keppni T-53 í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni varð Minnesota háskóli í 11. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Alister MacKenzie mótinu í Kaliforníu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Rúnars og Minnesota háskóla er Royal Oaks Invitational, sem fram fer í Dallas, Texas 23.-24. október n.k.