Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 19:15

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar í 27. sæti eftir 2. hring á Gopher Invitational

Rúnar Arnórsson, leikur golf í Bandaríkjunum með golfliði University of Minnesota.

Fyrsta mótið sem Rúnar tekur þátt í er Gopher Invitational, sem stendur dagana 7.-8. september og tekur hann aðeins þátt í einstaklingskeppninni.

Leikið er á golfvelli Windsong Farm GC, í Independence, Minnesota.

Í gær voru leiknar 36 holur og er Rúnar í 27. sæti af 75 þátttakendum, sem er ágætis byrjun.  Rúnar lék á 8 yfir pari, 150 höggum (74 76).

Rúnar er ekki búinn að ávinna sér sæti í Golden Gophers skólaliðinu, en hann er samt á betra skori en 2 í liðinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2 hringi á Gopher Invitational SMELLIÐ HÉR: