Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 00:01

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar í 22. sæti e. fyrri dag Royal Oaks mótsins

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota hófu leik í gær á Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Royal Oaks CC í Dallas, Texas.

Mótið fer fram dagana 27.-28. október og er síðasta mótið á haustönn hjá Rúnari. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum.

Rúnar er í 22. sæti eftir hringi upp á samtals 148 högg (72 76) og er á næstbesta skorinu í liði Minnesota.

Minnesota er sem stendur í 10. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með Rúnari og stöunni á Royal Oaks Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: