Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar bestur í liði Minnesota g. Houston

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota fóru til Houston í Texas og kepptu þar við golflið University of Houston, sl. laugardag 24. febrúar 2018.

Keppnisfyrirkomulag var einfalt – spilaður var einn 18 holu hringur af 6 liðsmönnum hvors liðs og giltu bestu 5 skorin.

Skemmst er frá því að segja að Rúnar stóð sig best af liðsmönnum Minnesota; varð T-4, en annars sigraði Houston í viðureigninni.

Ferðin var nokkurs konar upphitun fyrir keppni liðs Minnesota á Tiger Invitational mótinu, sem hefst í Alabama 4. mars n.k. og sagði þjálfari Minnesota að gengi liðsmanna í Houston réði uppstillingu á Tiger mótinu – Sjá viðtal við þjálfara liðs University of Minnesota, John Carlson, með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í keppni The Gophers (liðs Rúnars) þ.e. University of Minnesota gegn liði University of Houston með því að SMELLA HÉR: