Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar á 69 á 2. degi!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans i bandaríska háskólagolfinu eru við keppni á Schenkel Invitational mótinu, sem fram fer í Forest Heights CC í Statesboro í Georgíu.

Fyrir lokahringinn sem spilaður verður í mótinu á morgun er Rúnar T-29 af 84 þátttakendum í mótinu.

Í dag lék Rúnar á glæsiskori 3 undir pari 69 höggum; fékk 6 fugla og 3 skolla.

Samtals er Rúnar búinn að spila á sléttu pari, 144 höggum (75 69).

Lið Rúnars University of Minnesota er í 12. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem keppa í mótinu.

Sjá má stöðuna á Schenkel Invitational með því að SMELLA HÉR: