Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur varð í 2. sæti!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í síðasta móti haustannar, þ.e. Terrier Intercollegiate í Spartansburg S-Karólínu.

Mótið fór fram í Country Club of Spartansburg, 28.-29. október og lauk í gær.

Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum.

Ragnhildur lék á sléttu pari, 216 höggum (71 73 72) og varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni – STÓRGLÆSILEGT hjá Ragnhildi!!!

Lið EKU lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni.

Minnst er á góðan árangur Ragnhildar á heimasíðu EKU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í Terrier Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Ragnhildar og félaga er 10. febrúar 2020.