Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-22 e. 1. dag í Kentucky

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu hófu í dag keppni á Colonel Classic mótinu, sem fram fer í Arlington – University Club at Arlington, í Kentucky.

Mótið stendur dagana 30.-31. mars og lýkur því á morgun.

Þátttakendur eru 90 frá 14 háskólum.

Eftir 1. dag er Ragnhildur jöfn í 22.. sætinu og á 3. besta skori liðs síns Eastern Kentucky University (EKU), en hún kom í hús í dag á 4 yfir pari, 76 höggum.

Lið Ragnhildar, EKU er í 3. sæti í liðakeppninni.

Eva Karen Björnsdóttir, GR og ULM.

Í mótinu tekur einnig þátt Eva Karen Björnsdóttir, GR, með liði sínu University of Louisiana at Monroe (ULM). Eva Karen er T-67 eftir 1. hring, sem hún lék á 9 yfir pari, 81 höggi. Lið Evu Karenar, ULM, er í 11. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Sjá má stöðuna á Colonel Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: