Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-12 e. 1. dag á UNF Collegiate

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) eru við keppni á UNF Collegiate.

Mótið fer fram í JGCC, í Flórída, dagana 4.-5. mars 2019 og lýkur því á morgun. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Eftir 1. dag er Ragnhildur búin að spila á samtals 1 yfir pari, 145 höggum  (75 70) og er T-12 í einstaklingskeppninni. Hún er á besta skori EKU.

Lið Ragnhildar, EKU, er í 4. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á UNF Collegiate SMELLIÐ HÉR: