Ragnhildur Kristins
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði á Colonel Classic!!! Stórglæsileg!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigraði í einstaklingskeppninni á Colonel Classic háskólamótinu í bandaríska háskólagolfinu!!!

Mótið fór fram dagana 4.-5. apríl 2022 í University Club, í Richmond, Kentucky.

Þátttakendur voru 76 frá 14 háskólum.

Sigurskor Ragnhildar var 4 undir pari, 212 högg (70 71 71).

Ragnhildur stýrði einnig liði sínu, Eastern Kentucky,  til sigurs með stórglæsilegum árangri sínum.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í EKU fagna sigri á Colonel Classic

Sjá má umfjöllun um Ragnhildi og mótið á vefsíðu EKU með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Colonel Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnhildur og EKU mæta aftur til keppni 17.-19. apríl n.k. í Valdosta, Georgíu.