Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2018 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar T-6 á Betty Lou Evans Inv.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Betty Lou Evans Invitational mótinu, sem fram fór 5.-7. október sl.

Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum og fór mótið fram í University Club of Kentucky í Lexington, Kentucky.

Ragnhildur varð T-47 í einstaklingskeppninni með skor upp á 229 högg (80 76 73).

Lið Ragnhildar, EKU varð T-6 þ.e. deildi 6. sæti í mótinu með Toledo háskóla.

Sjá má lokastöðuna á Betty Lou Evans mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og EKU er 21. október n.k. í S-Karólínu.