Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar í 3. sæti á OVC Championship

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Ohio Valley Conference Championship, dagana 16.-18. apríl sl.

Mótið fór fram á The Schoolmaster golfvellinum at the Shoals, í Muscle Shoals, Alabama.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Ragnhildur varð T-10, lék hringina 3 á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (78 78 76).

Eastern Kentucky, lið Ragnhildar varð í 3. sæti í liðakeppninni í mótinu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Ohio Valley Conference Championship SMELLIÐ HÉR: