Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og EKU í 2. sæti á Redbird Inv.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Redbird Invitational mótinu, sem fram fór 9.-10. september 2018 og lauk í gær.

Ragnhildur lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum ( 80-74-75).

Hún varð í 18. sæti af 84 keppendum í einstaklingskeppninni.

Lið EKU landaði 2. sætinu af 14 skólaliðum.

Sjá má lokastöðuna á Redbird Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Ragnhildar og EKU er 17. september n.k.