Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2021 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 2. sæti á Terrier Intercollegiate

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) náðu þeim glæsilega árangri að sigra á Terrier Intercollegiate.

Mótið fór fram dagana 25.-26. október í Spartanburg, S-Karólínu.

Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Ragnhildur lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (77 67 69).  Glæsilegur 2. hringur hennar upp á 5 undir pari, 67 höggum jafnaði 4. lægsta skor í sögu EKU.

Lið EKU varð T-1 í liðakeppninni. Stórglæsilegt hjá Ragnhildi og EKU!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Terrier Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og EKU og það síðasta á þessu semestri er 8. nóvember n.k.