Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 1. sæti í Pinehurst e. 1. dag!!! Glæsileg!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University taka þátt í Pinehurst Intercollegiate á Pinehurst nr. 8 vellinum í Norður-Karólínu.

Þátttakendur eru 46 frá 8 háskólum og m.a. tveir aðrir keppendur frá Íslandi: Eva Karen Björnsdóttir, afrekskylfingur úr GR  ásamt liði sínu University of Louisiana at Monroe (ULM) og Særós Eva Óskarsdóttir, afrekskylfingur úr GKG og liði hennar Boston University.

Eftir 1. dag er Ragnhildur efst í 1. sæti og sama er að segja um lið hennar EKU í liðakeppninni.

Ragnhildur hefir spilað 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 2 fugla og 3 skolla!!! Hún er ein í 1. sæti og á 3 högg á næsta keppanda. Glæsileg!!!

Eva Karen er T-23 eftir 1. dag, lék 1. hring á 15 yfir par, 87 höggum, en lið hennar ULM er í 5. sæti í liðakeppninni.

Særós Eva er T-36 í einstaklingskeppninni, lék á 22 yfir pari, 94 höggum en lið hennar Boston University er í 2. sæti í liðakeppninni.

Gaman að sjá 3 íslenska kvenkylfinga í sama móti!!!

Sjá má stöðuna á Pinehurst Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: