Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2019 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur hefur leik í Kentucky í dag

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) hefja leik í dag á Betty Lou Evans Invitational mótinu.

Ragnhildur á rástíma kl. 9:15 að staðartíma (sem er kl. 13:15 að íslenskum tíma)

Mótsstaður er Big Blue golfvöllurinn í University Club of Kentucky, í Lexington, Kentucky.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum.

Fylgjast má með gengi Ragnhildar og sjá stöðuna á Betty Lou Evans Invitational með því að SMELLA HÉR: