Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur & félagar í 2. sæti á Georgia State Inv.!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Ketucky háskólanum (EKU) tóku þátt í Georgia State Invitational.

Mótið fór fram dagana 28.-29. mars 2022 í Rivermont GC, í Johns Creek, Georgiu.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Ragnhildur varð T-4 í einstklingskeppninni á skori upp á 220 högg (74 72 74). Hún var á besta skori í liði EKU.

EKU varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má umfjöllun um Ragnhildi og félaga á heimasíðu EKU með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Georgia State Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og EKU er 4.-5. apríl í Kentucky.