Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur enn T-8 e. 2. dag í Tennessee

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Bobby Nicholls Intercollegiate, sem fram fer dagana 17.-19. mars 2019.

Mótið fer fram á Highlands velli, Sevierville golfklúbbsins í Sevierville í Tennessee.

Þátttakendur eru 73 frá 12 háskólum.

Ragnhildur er T-8 eftir 1. hring, sem hún er samtals búinn að spila á 5 yfir pari 147 höggum (73 74). Hún er eftir sem áður á 3. besta skorinu í liði sínu.

EKU er í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Bobby Nicholls Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: