Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur enn efst e. 2. dag í Pinehurst – Eva Karen T-13 og Særós Eva í 39. sæti!!!

Stelpurnar okkar 3 eru að standa sig með mikilli prýði á Pinehurst Intercollegiate háskólamótinu.

Þar fremst í flokki er Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR og EKU, en hún er efst 2. daginn í röð á samtals 11 yfir pari, (73 82).

Ragnhildur á 2 högg á næsta keppanda sem er liðsfélagi hennar í EKU, en 3 liðsmenn úr Eastern Kentucky University raða sér í efstu 3 sætin og er lið EKU því efst í liðakeppninni.

Eva Karen Björnsdóttir GR bætti sig mikið á 2. hring og er hún nú T-13; er nú samtals á 22 yfir pari (87 79).

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, er síðan í 39. sæti á samtals 47 yfir pari, (94 97).

Sjá má stöðuna á Pinehurst Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: