Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2015 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már (T-6) og McNeese sigruðu í Wyoming!!!

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku keppni á Wyoming Cowboy Classic í gær.

Mótið fór fram á Cowboy Classic Cattail golfvellinum (sem er par-72) í Whirlwind golfklúbbnum, í Laramie, Wyoming og stóð dagana 6.-7. apríl 2015.

Þátttakendur voru 100 frá 18 háskólum.

Ragnar Már lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 68 70) og átti m.a. glæsihring, á seinni hring fyrri dags þegar hann lék á 4 undir pari, 68 höggum!!!

Ragnar Már varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 3 öðrum og er þetta frábær topp-10 árangur hjá Ragnari Má!!!

McNeese lauk keppni í 1. sæti og átti Ragnar Már m.a. heiðurinn af þeim sigri en hann var á næstbesta skori liðs síns.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wyoming Cowboy Classic SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Ragnars Más og McNeese State er í Charlotte, N-Karólínu 11. apríl n.k.