Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese T11 og Haraldur Franklín og Lousiana Lafayette í 13. sæti f. lokahringinn í Texas

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns taka þátt í Bayou City Collegiate Championship, en mótið fer fram dagana 20.-22. febrúar í Golf Club of Houston, Texas og lýkur því í dag.

Þátttakendur í mótinu eru 87 frá 15 háskólum.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigurvegari 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Nettó-mótsins. Mynd: Golf 1

Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigurvegari 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Nettó-mótsins. Mynd: Golf 1

Ragnar Már er búinn að spila fyrstu hringina 2 á samtals 155 höggum (75 80) og er í 77. sæti í mótinu. Ragnar Már og golflið Mc Neese deila 11. sætinu með Lamar háskólanum í liðakeppninni fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.

Haraldur Franklín lék fyrstu 2 hringina á samtals 146 höggum (72 74) og er T-21 þ.e. deilir 21. sætinu í einstaklingskeppninni. Haraldur Franklín er búinn að standa sig best í liði The Ragin Cajuns, sem er hins vegar í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: