Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku leik í 5. sæti – Ragnar með glæsilokahring upp á 68 högg í Hawaii

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State taka þátt í Warrior Princeville Makai boðsmótinu á Hawaii.

Mótið fór fram 3.-5. nóvember 2014 og var lokahringurinn leikinn í gær.

Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Leikið var á golfvelli Makai Golf Club at Princeville.

Ragnar Már lauk keppni í 36. sæti í einstaklingskeppninni; lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (72 74 68) – síðasti hringur Ragnars var sérlega glæsilegur upp á 4 undir pari, 68 högg, en á hringnum fékk Ragnar Már  6 fugla og 2 skolla.

Ragnar Már er á 4. besta heildarskorinu í liði McNeese, sem lauk keppni  í 5. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Ragnars Más og McNeese er ekki fyrr en á næsta ári, þ.e. í Tucson, Arizona 26. janúar 2015.

Fylgjast má með gengi Ragnars Más og McNeese State á lokarhringnum með því að SMELLA HÉR: