Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku leik í 5. sæti í Arkansas

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið  McNeese háskóla tóku þátt í UALR/First Tee Classic mótinu.

Mótið fór fram 30.-31. mars s.l. í  Chenal Country Club í Little Rock, Arkansas í The Bear´s Den.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Ragnar Már lék á samtals 226 höggum (79 72 75) og varð T-47 í einstaklingskeppninni.

McNeese lðið varð í 5. sæti í liðakeppninni og var Ragnar Már á 4. besta heildarskori liðsins og taldi skor hans því í 5. sætis árangri McNeese.

Til þess að sjá lokastöðuna í  UALR/First Tee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ragnars Más og McNeese verður 6. apríl n.k. í Scotsdale, Arizona og er gestgjafi mótsins Wyoming háskóli.