Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku keppni í 5. sæti á Vero Beach

Ragnar Már Garðarsson, GKG og McNeese, tóku þátt í Quail Valley Intercollegiate mótinu sem fram fór á Vero Beach, Flórída, dagana 27.-28. október s.l.

Ragnar Már lék á samtals sléttu pari (70 73 73) og varð í 23.-28. sæti í einstaklingskeppninni af 75 keppendum.

Sjá má úrslitin í einstaklingskeppninni í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnar Már varð á næstbesta heildarskori golfliðs McNeese.

McNeese varð í 5. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku – Sjá úrslitin í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnar Már og  McNeesekeppa næst 3.-5. nóvember n.k. á the Warrior Princeville Makai Invitational, í Princeville Resort ,í Kauai, Hawaii.