Ragnar Már Garðarsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 9. sæti fyrir lokahringinn á Hawaii

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State taka þátt í Warrior Princeville Makai boðsmótinu á Hawaii.

Mótið fer fram 3.-5. nóvember 2014 og verður lokahringurinn leikinn nú í kvöld.

Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Leikið er á golfvelli Makai Golf Club at Princeville.

Ragnar Már er T-52 eftir 2. dag, þ.e. deilir 52. sætinu í einstaklingskeppninni eftir hringi upp á 72 og 72 þ.e. 2 yfir pari.

Ragnar Már er á 4. besta heildarskorinu í liði McNeese, sem er í 9. sæti fyrir lokahringinn.

Fylgjast má með gengi Ragnars Más og McNeese State á lokarhringnum með því að SMELLA HÉR: