Ragnar Már Garðarsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 07:29

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 7. sæti í Hawaii e. 1. dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State taka þátt í Warrior Princeville Makai boðsmótinu á Hawaii.

Mótið fer fram 3.-5. nóvember 2014 og þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.  Leikið er á golfvelli Makai Golf Club at Princeville.

Eftir 1. dag er Ragnar Már í 33. sæti, sem hann deilir með 9 öðrum en Ragnar Már lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum.

Ragnar Már er á 3. besta skori McNeese State eftir 1. dag en liðið  deilir 7. sætinu í liðakeppninni með golfliði Louisville.

Fylgjast má með gengi Ragnars Más og McNeese State með því að SMELLA HÉR: