Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2015 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 3. sæti á 2015 Arizona Intercollegiate

Ragnar Már Garðarson, GKG og golflið McNeese urðu í 3. sæti á 2015 Arizona Intercollegiate, sem fram fór dagana 26.-27. janúar s.l. í Sweailo golfklúbbnum í Tucson, Arizona.

Keppendur voru tæplega 90 frá 15 háskólum.

Ragnar Már lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (72 71 77).

Hann varð á 3. besta heildarskori McNeese og T-36 í einstaklingskeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á 2015 Arizona Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: