Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2013 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar í 5. sæti eftir fyrri dag Jim Rivers mótsins

Andri Þór Björnsson, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG taka þátt í  Jim Rivers Intercollegiate mótinu  í Choudrant, Louisiana.

Þátttakendur eru 66 frá 12 háskólum.

Eftir 1. dag og tvo leikna hringi er Ragnar Már í 19. sæti í einstaklingskeppninni sem hann deilir með 3 öðrum.  Hann lék fyrstu 2 hringi fyrsta dags á samtals 146 höggum (72 74).  Hann er á 3. besta skori McNeese og telur það því í 5. sætis árangri McNeese í liðakeppninni.

Andri Þór lék á samtals 154 höggum (77 77) og deilir 48. sætinu í einstaklingskeppninni. Hann er á 2. besta skori Nicholls State, sem vermir botnsætið í liðakeppninni.

Spurning hvað gerist í dag, en lokahringurinn verður leikinn í kvöld?

Fylgjast má með gengi þeirra Andra Þórs og Ragnars Más með því að SMELLA HÉR: