Ragnar Már Garðarsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk leik T-14 og Haraldur Franklín T-31 á The Grove Intercollegiate

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku báðir þátt í The Grove Intercollegiate með liði sínu The Ragin Cajuns, sem er golflið Louisiana Lafayette háskólans.

Keppendur voru 66 frá 12 háskólaliðum.

Mótið fór fram The Grove Club 25.-27. október s.l. og varð að fella niður 3. og síðasta hringinn vegna veðurs. The Grove í Tennessee er glæsilegur golfvöllur hannaður af Greg Norman – Sjá um völlinn með því að SMELLA HÉR: 

Ragnar Már lauk keppni T-14 (77 72) en Haraldur Franklín T-31 (78 74). The Ragin Cajuns urðu í 7. sæti af 12.

Til þess að sjá lokastöðuna í The Grove Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ragnars Más og Haraldar Franklíns er ekki fyrr en 2016; en það er Oak Hill Inv. í Texas 8. febrúar 2016.