Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már, Aron og Louisiana luku leik í 10. sæti

Sun Belt Conference Championship fór fram á Raven golfvellinum í Destin, Flórída og lauk því í gær.

Meðal keppenda voru The Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette háskólans, þar sem kepptu þeir Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG.

Ragnar Már lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (73 77 71) og lauk keppni T-28, þ.e. deildi 28. sætinu með 5 öðrum.

Aron lék samtals á 24 yfir pari, 237 höggum (83 76 78) og varð í 58. sæti í einstaklingskeppninni.

The Ragin Cajuns höfnuðu í 10. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Sun Belt Conference Championship með því að SMELLA HÉR: