Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már, Aron og Louisiana í 8. sæti e. 1. dag í Flórída

Í gær hófst Sun Belt Conference Championship á Raven golfvellinum í Destin, Flórída.

Mótið stendur 23.-25. apríl 2017.

Meðal keppenda eru The Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette háskólans, þar sem keppa þeir Ragnar Már Garðarssonar, GKG og Aron Júlíusson, GKG.

Eftir 1. keppnisdag er Louisiana Lafayette í 8. sæti af 12 liðum, sem þátt taka í mótinu.

Ragnar Már lék á 2 yfir pari, 73 höggum og er T-23 eftir 1. dag í einstaklingskeppninni og á 2. besta skorinu í liði sínu!

Aron lék 1. hring á 12 yfir pari, 83 höggum og er T-58 af 60 keppendum í einstaklingskeppninni.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Sun Belt Conference Championship með því að SMELLA HÉR: