Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar, Aron og Louisiana luku leik í 13. sæti í Tennessee

Þeir Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu kepptu þann 18.-20. september s.l. á The Franklin American Mortgage Intercollegiate.

Mótið fór fram í The Grove í Murfreesboro í Tennessee.

Ragnar Már lauk leik T-54 á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 73 79) meðan Aron var á samtals 24 yfir pari, 240 höggum (74 81 85) og í 76. sæti í einstaklingskeppninni.

Þátttakendur voru alls 78 frá 14 háskólum. The Ragin Cajuns urðu í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á The Franklin American Mortgage Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót the Ragin Cajuns er 8. október n.k.