Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Loftsson spilaði á Windon Memorial

Í dag er spilaður seinni hluti  Windon Memorial mótsins, sem hófst í gær í Evanston Golf Club í Skokie, Illinois. Meðal liða 17 háskóla, sem þátt taka í mótinu er lið Ólafs Loftssonar, Charlotte háskóli.  Charlotte var í 5. sæti eftir gærdaginn. Ólafur spilaði á 75 höggum í gær og þegar tvær holur eru eftir óspilaðar var hann á +1 yfir pari, búinn að fá 3 skolla og 2 fugla, þegar mótinu var frestað vegna myrkurs.  Við seinni hringinn lyftir Ólafur sér úr T-68 sætinu, sem hann var í, í gær í T-50, en hann á enn eftir að klára 2 holur. Þátttakendur í mótinu  eru 90. Spáð er góðu veðri í dag – seinni dag mótsins.

Til þess að fylgjast með gengi Ólafs Loftssonar og endanlegum úrslitum smellið hér: WINDON MEMORIAL