Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2011 | 13:20

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Loftsson í 1. sæti eftir 1. dag á SCVB Pacific Invitational

Í gær hófst í Brookside Country Club í Stockton, Kaliforníu, SCVB Pacific Invitational. Með í mótinu er Ólafur Björn Loftsson, NK og lið hans Charlotte. Þetta er 3 daga mót sem stendur frá 31. október – 2. nóvember 2011.  Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum. Eftir 1 hring í gær er Ólafur Björn í 1. sæti – kom í hús á glæsilegum 65 höggum. Á hringnum fékk Ólafur Björn 6 fugla, 2 skolla og glæsilegan örn á par-5 18. brautinni. Lið Charlotte háskóla er í 6. sæti, eftir 1. dag.

Ólafur Björn á rástíma í dag kl. 15:20 að íslenskum tíma.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á 2. hring í dag!

Fylgjast má með Ólafi Birni og Charlotte og stöðunni á SCVB Pacific Invitational mótinu með því að smella HÉR: