Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2011 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur í 10. sæti á SCVB Pacific Invitational eftir 2. dag

Ólafi Birni okkar Loftssyni gekk ekki eins vel  á 2. degi á  SCVB Pacific Invitational, en eftir 1. dag var hann í 1. sæti á mótinu.  Á 2. degi spilaði hann á +7 yfir pari, var á 78 höggum og er því samtals búinn að spila á 143 höggum.  Skorkort Ólafs Björns var ansi skrautlegt en á því gaf m.a. að finna 2 skramba, 4 skolla og 2 fugla. Ólafur Björn er í 10. sæti eftir 2. dag.  Lið Ólafs Björns, Charlotte deilir 4. sætinu með Kansas State á mótinu.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á lokahringnum í dag !

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á SCVB Pacific Invitational, smellið HÉR: