Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn T-32 eftir 2. dag Tar Heel mótsins

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest taka um þessar mundir þátt í Ruth Chris´s Tar Heel Invitational mótinu.

Gestgjafi er háskólinn í Norður-Karólínu (University of North Carolina) og leikið er á Chapel Hill í Norður Karólínu.

Mótið stendur dagana 11.-13. október 2013. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum.

Eftir 2. dag er Ólafía Þórunn í 32. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með  7  öðrum kylfingum.

Hún er búin að leika á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (73 74)

Ólafía Þórunn er á 3. besta skori Wake Forest, en Wake Forest deilir 9. sæti í liðakeppninni með liði gestgjafanna UNC.

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: