Cheyenne Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn T-27 eftir 2. dag Tar Heel – Cheyenne Woods T-4

Ólafía Þórunn spilaði 2. hring á Tar Heel á 77 höggum í dag og féll við það úr 4. sætinu í það 27. Ólafía Þórunn er nú +2 yfir pari, búin að spila á samtals 146 höggum (69 77).

Liðsfélagi Ólafíu Þórunnar og frænka Tigers, Cheynne Woods sem deildi 1. sætinu í gær ásamt nokkrum öðrum átti líka lakari hring í dag og er komin í 4. sætið, sem hún deilir með  3 öðrum stúlkum. Hún er  á samtals -5 undir pari, samtals 139 höggum (68 71).

Lið Wake Forest féll eftir daginn úr 2. sætinu í það 6. sem skólinn deilir með liði Georgiu háskóla. Á efsta sæti á mótinu er Alabama háskóli en þar innanborðs er sú sem vermir efsta sætið, Hannah Collier, búin að spila glæsilegt golf á -9 undir pari og eins Pönnukaka (Brooke Pancake – sem Golf 1 kynnti fyrir skemmstu á Facebook), en Pönnukaka er samtals á -5 undir pari, samtals 139 höggum eins og Cheyenne Woods og í 4. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Tar Heel Invitational smellið HÉR: