Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilar á Landfall Tradition

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest, hefur leik á Landfall Tradition mótinu í dag, í bandaríska háskólagolfinu.  Þetta er 3 daga mót og stendur dagana 28.-30. október. Mótið er haldið í hinum gullfallega Country Club of Landfall í Norður-Karólínu og má sjá myndir frá honum og vellinum, sem mótið fer fram með því að smella HÉR:       

Þátttakendur í mótinu eru 90 frá 18 háskólum. Ólafía Þórunn á rástíma kl. 9:50 (þ.e. kl. 13:50) að íslenskum tíma.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að smella HÉR: