Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og WF urðu í 9. sæti á NCAA D1 Women´s West Regionals

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest tóku þátt í NCAA D1 Women´s West Regionals, en mótinu lauk fyrir viku síðan þ.e. fór fram 8.-10. maí 2014.

Leikið var í Tumble Creek Club í Suncadia Resort í Cle Elum, í Washington ríki. Keppendur voru 126 frá 30 háskólum, en margir spiluðu einungis sem einstaklingar; t.a.m. var aðeins Mädchen Ly sem lék úr liði Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, þ.e. fyrir Fresno State, en ekki liðið allt. 

Ólafía Þórunn lék hringina 3 á samtals 232 höggum (79 77 76) og varð T-49 í einstaklingskeppninni.

Ólafía Þórunn varð á 3. besta skori Wake Forest og taldi það því í 9. sætis árangri Wake Forest.

Til þess að sjá lokastöðuna á NCAA D1 Women´s West Regionals SMELLIÐ HÉR: