Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2011. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2011 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 8. sæti og Valdís Þóra í 17. sæti eftir 2. hringi

Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Wake Forest gekk vel á 1. degi Windy City Collegiate Championship.  Hún spilaði 1. hringinn á mótinu fyrir hádegi á 73 höggum og 2. hringinn eftir hádegi í gær líka á 73 höggum og er samtals +2 yfir pari og deilir 8. sæti mótsins með tveimur stúlkum frá Arizona háskóla.  Ólafía Þórunn og frænka Tiger Woods, Cheyenne eru að spila best fyrir lið Wake Forest en Cheynne deilir 6. sætinu með stúlku frá Kent State. Wake Forest er í 9. sæti af 15 háskólum, sem þátt taka í mótinu.

Til þess að sjá stöðuna á Windy City mótinu, smellið HÉR: 

 

Valdís Þóra Jónsdóttir

Það sama er að segja af Valdísi Þóru, henni gekk líka vel á Johnny Imes mótinu í Missouri. Valdís Þóra kom inn á samtals +5 yfir pari, 149 höggum (74 75) og deilir 17. sætinu með 3 öðrum. Það eru Krista Puiste í liði Valdísar og Brianna Cooper, frá Illinois, sem leiða mótið á samtals 142 höggum hvorar og munar því 7 höggum á Valdísi og þeim.  Lið Valdísar Texas State er í 1. sæti mótsins fyrir hringinn í dag.

Til þess að sjá stöðuna á mótinu, smellið HÉR: