
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 8. sæti og Valdís Þóra í 17. sæti eftir 2. hringi
Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Wake Forest gekk vel á 1. degi Windy City Collegiate Championship. Hún spilaði 1. hringinn á mótinu fyrir hádegi á 73 höggum og 2. hringinn eftir hádegi í gær líka á 73 höggum og er samtals +2 yfir pari og deilir 8. sæti mótsins með tveimur stúlkum frá Arizona háskóla. Ólafía Þórunn og frænka Tiger Woods, Cheyenne eru að spila best fyrir lið Wake Forest en Cheynne deilir 6. sætinu með stúlku frá Kent State. Wake Forest er í 9. sæti af 15 háskólum, sem þátt taka í mótinu.
Til þess að sjá stöðuna á Windy City mótinu, smellið HÉR:
Það sama er að segja af Valdísi Þóru, henni gekk líka vel á Johnny Imes mótinu í Missouri. Valdís Þóra kom inn á samtals +5 yfir pari, 149 höggum (74 75) og deilir 17. sætinu með 3 öðrum. Það eru Krista Puiste í liði Valdísar og Brianna Cooper, frá Illinois, sem leiða mótið á samtals 142 höggum hvorar og munar því 7 höggum á Valdísi og þeim. Lið Valdísar Texas State er í 1. sæti mótsins fyrir hringinn í dag.
Til þess að sjá stöðuna á mótinu, smellið HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi