Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn keppir í dag á Tar Heel Invitational

Í dag hefst á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill í Norður-Karólínu, Tar Heel Invitational mótið.  Þátt taka 96 keppendur frá 18 háskólum, þ.á.m. Wake Forest háskóli Ólafíu Þórunnar.  Ólafía Þórunn á rástíma kl. 13:36 að íslenskum tíma. Cheyenne Woods, frænka Tigers, sem ekki gengur nógu vel á FrysOpen.com, er í hollinu á undan Ólafíu Þórunn.

Fylgjast með stöðunni á Tar Heel Invitational, með því að smella HÉR: