Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 20. sæti eftir 1. dag Ruth´s Chris Tar Heel mótsins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest keppnir á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu í Norður-Karólínu.

Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum og keppt er á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill.

Ólafía Þórunn kom í hús í gær á 2 yfir pari 74 höggum; fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Hún er á besta skorinu af öllum í liði Wake Forest, sem deilir sem stendur 12. sætinu með Louisville, í liðakeppninni.

Ólafía Þórunn er í 20. sæti í einstaklingskeppninni, en því sæti deilir hún með 9 öðrum.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Ruth´s Chris Tar Heel mótsins SMELLIÐ HÉR: