Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 20:20

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn, Cheyenne og lið Wake Forest í 8. sæti

Ólafía Þórunn spilaði 3. og síðasta hring á Tar Heel á 77 höggum eins og í gær og féll við það úr 27. sætinu í það 44. Ólafía Þórunn spilaði á samtals +7 yfir pari, 223 höggum (69 77 77).

Liðsfélagi Ólafíu Þórunnar og frænka Tigers, Cheynne Woods sem deildi 4. sætinu í gær ásamt nokkrum lauk leik í 5. sætinu. Cheyenne spilaði  á samtals -7 undir pari, samtals 209 höggum (68 71 70).

Lið Wake Forest deildi 8.sætinu með Michigan State.

Til þess að sjá úrslitin á Tar Heel Invitational smellið HÉR: