
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn best í liði Wake Forest í Windy City
Þegar þetta er ritað kl. 17:55 að íslenskum tíma hefir Ólafía Þórunn lokið leik í Windy City Collegiate Championship, sem fram fer í Glen View Club í Illinois. Hún spilaði alla hringi sína í mótinu á 73 höggum og lauk því leik á samtals 219 höggum, +3 yfir pari. Cheyenne Woods lauk leik á +4 yfir pari. Ólafía Þórunn spilaði því best fyrir Wake Forest, er sem stendur í 8. sæti og Cheyenne í 9. sæti. Aðrar í liði Wake voru T-36, T-66 og í 76. sæti, þannig að Wake Forest verður væntanlega ekki ofarlega sem lið – var í 9. sæti í gær og verður líklega á svipuðum slóðum í dag. Fjölmargar eiga eftir að koma í hús þannig að staðan á eflaust eftir að breytast eitthvað. En jöfn, stöðug og góð spilamennska hjá Íslandsmeistaranum okkar, sem er ofarlega í móti þar sem er 81 þátttakandi!
Sjá má úrslitin í Windy City Collegiate Championship með því að smella HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi