Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á parinu eftir fyrri 9 á Ruth´s Chris Tar Heel

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest hófu í dag leik á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu.

Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum.  Spilað er á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill í Norður-Karólínu.

Þegar spilaðar hafa verið 9 holur er Ólafía Þórunn á sléttu pari og í 19. sæti. Hún er á besta skori liðs Wake Forest eftir 9 holur.

Lið Wake Forest er sem stendur í 16. sæti.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á Ruth´s Chris Tar Heel SMELLIÐ HÉR: