Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2012 | 20:20

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn varð í 20. sæti á Darius Rucker Intercollegiate

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest, lauk leik á Darius Rucker Intercollegiate, sem fram fór í Long Cove Club á Hilton Head Island, í Suður-Karólínu. Mótið var stytt í 36 holu mót vegna óveðurs.

Ólafía Þórunn spilaði seinni hringinn á 75 höggum, líkt og fyrri daginn og lauk því leik á +8 yfir pari, samtals 150 höggum (75 75) og deildi 20. sæti með 6 öðrum. Ólafía spilaði best allra í Wake Forest.

Wake Forest deildi 9. sætinu í liðakeppninni með Tennessee háskóla.

Í 1. sæti og 2. sæti á mótinu urðu tveir liðsmenn Alabama háskóla, sem fyrir vikið varð efstur í liðakeppninni: þær Stephanie Meadow sem varð í 1. sæti á samtals -5 undir pari, samtals 137 höggum (67 70) og Brooke Pancake, sem varð í 2. sæti á samtals -2 undir pari, samtals 140 höggum (71 69).

Til þess að sjá úrslitin á Darius Rucker Intercollegiate smellið HÉR: