Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 19:16

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía í 4. sæti eftir 1. dag Tar Heel-mótsins – Glæsilegt!

Ólafía Þórunn átti glæsilegan opnunarhring í dag á  UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill í Norður-Karólínu þar sem Tar Heel Invitational mótið, fer fram.  Þátttakendur eru 96 úr 18 háskólum.

Ólafía kom inn á 69 höggum og er -3 undir pari.  Liðsfélagi hennar Cheyenne Woods, frænka Tigers, spilaði höggi betur og er -4 undir pari.  Ólafía Þórunn deilir, sem stendur 4. sætinu með nokkrum öðrum og Cheynne Woods er T-1 . Lið Wake Forest er í 2. sæti. Nokkrar eiga eftir að koma inn þannig að sætaröð gæti breyst en ljóst er að þetta er glæsileg byrjun!

Til að sjá stöðuna eftir 1. dag á Tar Heel Invitational smellið HÉR: