Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Misjafnt gengi Bjarka og Gísla e. 1. dag NCAA meistaramótsins

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State hófu leik í gær á NCAA meistaramótinu.

Keppt er á golfvelli Rich Harvest Farms golfklúbbsins í Sugar Grove, Illinois og stendur meistaramótið dagana 26.-31. maí 2017.

Í gær var leik frestað á 1. hring vegna myrkurs.

Bjarka og Gísla tókst hvorugum að ljúka leik sínum; Bjarki er búinn að spila 12 fyrstu holurnar á 2 undir pari en Gísli byrjar illa í mótinu; er á 10 yfir pari eftir 14 spilaðar holur og í einu af neðstu sætunum.

Sjá á stöðuna á NCAA D1 Championships með því að SMELLA HÉR: