Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2011 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Lið Ingunnar Gunnarsdóttur – Furman í 5. sæti

Ingunn Gunnarsdóttir, klúbbmeistari GKG 2011 og reyndar klúbbmeistari GKG 3. árið í röð skipti s.s. allir vita um háskóla nú í haust. Hún spilar nú með Furman háskólanum í Suður-Karólínu en var áður í McLennan í Texas, þar sem enn einn afrekskylfingurinn okkar er við nám, Ragna Ólafsdóttir, GK.

Ingunn er búin að spila 3 leiki með nýja liðinu sínu Furman Paladins í haust, þ.e.: Cougar Classic mótinu í 11.-13. september, Wild Eggs Cardinal Cup 19.-20. september og síðan í móti sem lauk í fyrradag, the UNCG Starmount Fall Classic.

Ingunn spilaði á samtals + 19 yfir pari (82 76 74) samtals á 232 höggum og bætti sig í hverjum hring. Hún deildi 21. sætinu með annarri stúlku, Brooke Bellamy úr Campbell háskólanum. Alls voru 75 þáttakendur. Furman, lið Ingunnar varð hins vegar í 5. sæti af 14 háskólum, sem þátt tóku, sem er glæsilegur árangur. Skor Ingunnar taldi.

Sjá má úrslit í UNCG Starmount Fall Classic mótinu með því að smella HÉR: