Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2011 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Lið Greensboro háskóla, sem Berglind Björnsdóttir, GR, spilar með varð í 1. sæti á Palmetto mótinu

Kvennagolflið University of Carolina at Greensboro, sem Berglind Björnsdóttir, GR, er hluti af, varð í 1. sæti í gær í Palmetto Intercollegiate golfmótinu í Suður-Karólínu.

Þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum og því frábær árangur hjá Greensboro að landa sigursætinu. Þetta var tveggja daga mót, sem stóð 23.-24. október – 2 hringir spilaðir fyrri dag og 1 seinni.

Berglind lauk leik fyrir miðju þáttakendahópsins, deildi 53. sætinu með 4 öðrum keppendum.  Berglind lék hringina 3 á samtals + 18 yfir pari, 234 höggum (76 77 81).

Af liðsfélögum Berlindar stóð Fanny Cnops sig best varð í 1. sæti, spilaði á samtals -7 undir pari, 209 höggum (70 72 69).

Palmetto golfmótið fór fram í Oak Point golfklúbbnum í Kiawah Island í Suður-Karólínu. Sjá má myndir af golfvellinum á heimasíðu klúbbsins með því að smella HÉR:  

Sjá má úrslitin í mótinu með því að smella HÉR: